Fara beint í efnið

Ísland.is

Vettvangur áskorana og lausna

Nýsköpunarmót er vettvangur sem færir opinbera aðila og nýsköpunar- og sprotafyrirtæki að sama borði til að ræða áskoranir og leita lausna.

Nýsköpunardagur hins opinbera 2024 (NHO24)

NHO24 logo

Dagur: 15. maí (heilsdags viðburður)
Staður: Aðalbygging Háskóla Íslands að Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík
Salur: Hátíðarsalur Háskóla Íslands
Viðfangsefni: Ríkið x Gervigreind


Viðburður fyrir opinbera kaupendur sem ætla að ná lengra með gervigreind


Staðfest erindi frá:

Google

Microsoft

Intel

Nvidia

Fleiri erindi tilkynnt síðar


  • Takmarkað sætaframboð

  • Tengslamyndun eftir hádegi


Skráning á biðlista

NHO23

Nýsköpunardagur hins opinbera 2023

Nýsköpunardagur hins opinbera 2023
Þriðjudaginn 23. maí kl. 9:00-13:00
Veröld – hús Vigdísar (Auðarsalur) og í streymi
Þema: „Nýsköpun í opinberum sparnaði“

Markmið Nýsköpunardagsins er að stuðla að auknum opinberum innkaupum á nýsköpun með sérstakri áherslu á lausnir sem skapa sparnað í opinberum rekstri.

Sprota- og nýskapandi fyrirtæki verða í aðalhlutverki með kynningum á nýjum og spennandi sparnaðarlausnum ásamt mikilvægum fróðleik um opinber innkaup á nýsköpun.

Í kjölfar kynninga gefst færi á tengslamyndun milli fyrirtækja og opinberra aðila til að ræða leiðir að bættri þjónustu og aukinni skilvirkni í opinberum rekstri.

Dagskrá

Léttar veitingar og kaffi fyrir þau sem mæta snemma og kaffihlé kl.10:15. Beint streymi verður í boði frá viðburðinum. Streymishlekkur verður sendur í tölvupósti á degi viðburðar.

Fullbókað er í salinn. Hægt er að fylgjast með viðburðinum í streymi.

Upptaka frá NHO23

NHO23 dagskrá
Nýsköpunarmót 29.11.

Upptaka frá Nýsköpunarmóti 29. nóvember

Nýsköpunarmót var haldið þann 29. nóvember sl. fyrir fullum sal áhugasamra kaupenda og seljenda um nýsköpun í opinberum rekstri.

Upptaka

Dæmi um áskoranir sem hafa borist

Vettvangur áskorana og lausna

Með því að smella á hlekkinn hér að neðan er hægt að skoða áskoranir opinberra aðila. Ef þitt fyrirtæki er með tillögu að lausn er hægt að bóka kynningarfund með réttum aðila.

Áskoranir opinberra aðila

Tölum saman

Hafa samband

Ert þú með hugmynd að áskorun?

Sendur inn þína hugmynd að áskorun hins opinbera. Hver sem er getur sent inn áskorun og Ríkiskaup mun aðstoða við að koma henni á framfæri.

Senda inn áskorun

Ert þú með nýskapandi lausn fyrir opinbera aðila?

Við leitum að nýskapandi lausnum sem auðvelda opinberum aðilum að auka skilvirkni í starfsemi og bæta þjónustu. Ef þitt fyrirtæki vill koma sinni lausn á framfæri á vefnum er hægt að senda inn upplýsingar um lausnina hér og sérfræðingur Ríkiskaupa mun aðstoða við að birta hana á vefnum.

Senda inn lausn

Ekki missa af neinu!

Ef þú vilt frétta af nýjum áskorunum og viðburðum um opinbera nýsköpun skaltu skrá þig á póstlista Nýsköpunarmótsins.

Póstlisti Nýsköpunarmótsins

Stuðla að opinberum innkaupum á nýsköpun

Tilgangur Nýsköpunarmótsins er að efla vitund um opinbera nýsköpun, auka gagnsæi milli hins opinbera og markaðarins og stuðla þannig að auknum opinberum innkaupum á nýsköpun.